Jæja nú er komið nóg af kynningu - förum að vinna með hljóð.
Í þessum hluta ætlum við að skoða í aðalatriðum hvernig við ræsum og handleikum gervla. Gervill (synth) er stytting á hljóðgervill (synthesizer) sem er fínt heiti á einhverju sem býr til hljóð. Gervlar eru yfirleitt mjög flóknir í notkun - sérstaklega hliðrænir (analog) gervlar eina og Eurorack einingar tengdar með víraflækju. En með Sonic Pi færðu mikið af sömu möguleikum á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Ekki láta það plata þig hvað skjámynd Sonic Pi virðist einföld. Þú getur kafað mjög djúpt ofan í mjög flókna hljóðvinnslu ef það er það sem þú vilt. Haltu þér fast …