Lært með því að leika

Með Sonic Pi getur þú á áhugaverðan hátt lært bæði forritun og tónlist á sama tíma með því að leika þér og gera tilraunir. Mikilvægast af öllu er að hafa gaman af og áður þú veist af hefurðu alveg óvart lært að forrita, semja tónlist og spila hana.

Mistök eru ekki til

Fyrst við erum að tala um þetta þá langar mig til að segja þér eitt sem ég hef lært á þeim árum sem ég hef kóðað tónlist lifandi - mistök eru ekki til, bara tækifæri. Ég hef oft heyrt þetta sagt í sambandi við jasstónlist en það er alveg jafnsatt um lifandi kóðun. Það skiptir ekki máli hversu mikla reynslu þú hefur - hvort þú ert algjör byrjandi eða sjóaður Algo-reifari, þú munt keyra kóða og fá útkomu sem þú bjóst alls ekki við. Þú gætir fengið eitthvað fáranlega svalt - sem þú ættir þá að nota áfram. En þú gætir líka fengið eitthvað algjörlega hræðilegt sem er út úr kú. Hvað gerðist skiptir ekki máli, heldur hvað þú gerir með það. Taktu hljóðið, möndlaðu með það og breyttu því í eitthvað frábært. Áheyrendur munu tryllast.

Byrjaðu einfalt

Þegar maður er að læra vill maður oft gera eitthvað frábært ekki síðar en í gær. En það er betra að geyma hugmyndirnar og nota þær sem gulrót sem þú færð seinna. Núna ættirðu frekar að hugsa um það einfaldasta sem þú gætir skrifað en væri samt gaman og væri skref í áttina að þeim frábæru hugmyndum sem þú ert með í höfðinu. Þegar þú færð svona einfalda hugmynd skaltu prófa að smíða hana, leika þér með hana og gá hvaða nýjar hugmyndir þetta gefur þér. Þú verður fljótlega á kafi í hafa gaman og ná alvöru árangri.

Gættu þess samt að deila verkum þínum með öðrum!