Skipt um gervla

Nú erum við búin að skemmta okkur við alls konar píp. En þér er ábyggilega farið að leiðast að hafa bara þetta einfalda píp hljóð. Er það allt og sumt sem Sonic Pi hefur að bjóða? Lifandi kóðun hlýtur að snúast um fleira en tómt píp! Svo sannarlega. Og í þessum hluta ætlum við að kanna hin ýmsu spennandi hljóð sem Sonic Pi býður okkur.

Gervlar

Sonic Pi er með safn hljóðfæra sem nefnast gervlar (synths) sem er stytting á hljóðgervlar (synthesisers). Á meðan sýni (samples) eru áður gerðar hljóðritanir (upptökur), geta gervlar framleitt ný hljóð eftir því hvernig þeim er stjórnað (sem við skoðum síðar í þessari kennslu). Gerval Sonic Pi eru mjög öflugir og tjáningarríkir og þú átt eftir að hafa mikið gaman af að kanna og leika þér með þá. Fyrst skaltu læra hvernig þú velur gervil sem þú vilt nota.

Keðjusagir og spámenn

Eitt skemmtilegt hljóð er sagtennta bylgjan (saw wave). Prófum hana:

use_synth :saw
play 38
sleep 0.25
play 50
sleep 0.25
play 62
sleep 0.25

Prófum annað hljóð - “spámanninn” (prophet):

use_synth :prophet
play 38
sleep 0.25
play 50
sleep 0.25
play 62
sleep 0.25

Hvernig væri að sameina tvö hljóð. Fyrst í röð:

use_synth :saw
play 38
sleep 0.25
play 50
sleep 0.25
use_synth :prophet
play 57
sleep 0.25

Now multiple sounds at the same time (by not sleeping between successive calls to play):

use_synth :tb303
play 38
sleep 0.25
use_synth :dsaw
play 50
sleep 0.25
use_synth :prophet
play 57
sleep 0.25

Taktu eftir að skipunin use_synth hefur aðeins áhrif á þær play skipanir sem fylgja. Það má ímynda sér þetta sem stóran rofa með mörgum stillingum - ný play skipun spilar þann gervil sem rofinn er stilltur á þá stundina. Þú stillir hann á nýjan gervil með use_synth.

Meira um gervla (ekki gerla!)

Til að sjá hvaða gervla Sonic Pi hefur skaltu ýta á valkostinn Hljóðgervlar í valmyndinni til vinstri (hjá Fx). Þar eru meira en 20 til að velja úr. Hér eru nokkrir sem eru í uppáhaldi hjá mér:

Prófaðu nú að skipta um gervla á meðan tónlistin spilar. Leiktu þér með að sameina gervla til að mynda ný hljóð og nota mismunandi gervla á mismunandi stöðum í tónlistinni.