Kíktu á eftirfarandi kóða:
play 70
Nú byrjar það: Afritaðu kóðann og límdu hann í kóðagluggann efst í skjámyndinni (stóra hvíta svæðið neðan við Run hnappinn). Ýttu svo á Run…
Meiriháttar. Ýttu aftur. Og aftur. Og aftur…
Alveg út úr heiminum, ég gæti gert þetta allan daginn. En slakaðu á áður en þú týnir þér í endalausu pípi og prófaðu að breyta tölunni:
play 75
Heyrirðu muninn? Prófaðu lægri tölu:
play 60
So, lower numbers make lower pitched beeps and higher numbers make higher pitched beeps. Just like on a piano, the keys at the lower part of the piano (the left hand side) play lower notes and the keys on the higher part of the piano (the right hand side) play higher notes.
play 60
Ekki hafa áhyggjur ef þú skilur þetta ekki - ég náði þessu heldur ekki strax. Það sem skiptir máli hér og nú er að núna veistu að lágar tölur gefa lægri píp og háar tölur gefa hærri píp.
Að spila eina nótu er ákveðin skemmtun, en að spila margar á sama tíma er jafnvel betra. Prófaðu það:
play 72
play 75
play 79
Snöfurmannlegt! Sem sagt, þegar þú skrifar margar play
skipanir keyra þær allar á sama tíma. Prófaðu þetta - hvaða tölur hljóma vel saman? Hverjar hljóma hræðilega? Gerðu tilraunir og uppgötvaðu.
Jæja það getur verið gaman að spila nótur og hljóma - en hvað með melódíu eða lag? Hvað ef þú vildir spila nóturnar í röð en ekki á sama tíma? Það er auðvelt þú þarft bara að sofna (sleep) milli nótnanna:
play 72
sleep 1
play 75
sleep 1
play 79
En fallegt, eitt lítið arpeggíó (nótnaröð). En hvað þýðir þetta 1
í sleep 1
? Það segir til um tímalengd hvíldarinnar. Það þýðir í raun að hvíla einn takt (beat). Hvað ef við vildir láta arpeggíóið spila hraðar? Þá þyrftum við að stytta hvíldirnar. Hvað með um helming þ.e. 0.5
(ath. að nota punkt . en ekki kommu ,):
play 72
sleep 0.5
play 75
sleep 0.5
play 79
Taktu eftir hvernig það spilar hraðar. Prófaðu nú að breyta tímunum - og nótunum líka.
Eitt sem þú ættir að prófa er að nota millinótur eins og play 52.3
eða play 52.63
. Það er engin þörf á að nota bara heilar nótur. Fiktaðu og finndu eitthvað skemmtilegt.
Ef þú veist eitthvað nú þegar um nótnaskrift (ekki hafa áhyggjur þó þú vitir ekkert - þú þarft þess ekki til að hafa gaman) þá viltu kannske skrifa melódíu með því að nota heiti nótnanna svo sem C eða F# í stað talna. Sonic Pi sér fyrir þessu. Þú getur gert svona:
play :C
sleep 0.5
play :D
sleep 0.5
play :E
Gættu þess að setja tvípunkt :
framan við heiti nótunnar svo að það verði bleikt. Þú getur líka tilgreint áttundina með því að bæta við tölu aftan við heiti nótunnar:
play :C3
sleep 0.5
play :D3
sleep 0.5
play :E4
Ef þú vilt spila hækkaða nótu (sharp) þá bætirðu s
aftan við heiti nótunnar, t.d. play :Fs3
og ef þú vilt spila hana lækkaða (flat) þá bætirðu við b
, t.d. play :Eb3
.
Slepptu þér nú alveg og skemmtu þér við að búa til eigin lög.